Gjafaleikur…

…ok, þið sem  lesið bloggið reglulega, þekkið ást mína á dýrapúðum!

Þeir eru bara yndi.  Síðan þegar að púðarnir eru með myndir af íslenskum dýrum, þá er það nú ekki verra 🙂

Ég er búin að vera að sjá útum allt svo flotta púða, með hrútamynd og með mynd af rjúpu, og svo um daginn leitaði ég mér upplýsinga og fann út að þessir púðar eru allir frá íslensku fyrirtæki sem að heitir Lagður.

Ég er sjálf svo veik fyrir hestum, sérstaklega eftir að við fluttum á Álftanesið og fengum þetta útsýni nánast daglega…

testtest2010-07-16-033515

…þetta er náttúrulega þvílík forréttindi að vera með svona útsýni útum gluggann hjá sér…

testtest2011-06-19-000656

…þannig að það lá beinast við að þessi hérna myndi flytja heim – og reynið að segja mér að hann sé ekki gordjöss og eigi heima þarna…

testtest2013-03-28-112329

…umbúðirnar eru líka frábærar, sérstaklega til gjafa, bæði flottar og með öllum upplýsingum á, bæði á ensku og íslensku…

testtestStarred Photos136

…strákarnir lágu grafkyrrir á meðan ég las fyrir þá um hestana á söndunum…

testtest2013-03-28-112146

…en svona er hann nú fagur…

testtest2013-03-28-112302

…og ég er svo skotin í honum…

testtest2013-03-28-112341

…en svo flugu þessar í hús, og ég verð að segja að litirnir í honum eru alveg dásamlegir…

testtest2013-03-28-112653

…sjáið bara tónana í bakgrunninum, ohhhh þvílíkur valkvíði!

testtest2013-03-28-112701

En af því að ég varð svo rosalega hrifin af púðunum þá hafði ég samband við fyrirtækið og lét þau vita að ég væri með bestu lesendur í heimi.
Haldið ekki að þau hafi verið svo sæt að samþykkja að láta mig fá púða til þess að gefa ykkur.
Því kynni ég með stolti, glæsilegan nýjan gjafaleik 🙂

Gjafaleikur – Púðaver frá Lagði

Fullscreen capture 28.3.2013 124623

Fyrst af öllu smá upplýsingar um fyrirtækið:

* Lagður er íslenskt fyrirtæki, sem að framleiðir vörurnar sínar hérna heima (íslensk hönnun – íslensk framleiðsla).

* Púðarnir eru seldir hjá söluaðilum um allt land (sjá hér) en einnig er hægt að kaupa þá beint í gegnum heimasíðuna (hérna).

* Það er mikið lagt upp úr vönduðum umbúðum, sem gerir vöruna skemmtilega til gjafa.  Það er texti um myndefni hverrar gerðar á íslensku og ensku,  Upphaflega var þetta hugsað fyrir þarfir ferðamanna.  En Íslendingar eru að kaupa vörunar þeirra til gjafa og þá einnig til að senda til vina og ættingja í útlöndum.

* Alls eru til 7 mismunandi púðaver.

Leikurinn virkar þannig:

1. Farið inn á heimasíðuna hjá Lagði og skoðið úrvalið af fallegu púðaverunum, með því að smella hér!

2. Þið megið síðan velja ykkur það púðaver sem að heillar ykkur mest, og setja í kommentið hér
fyrir neðan bæði nafnið og númerið, og smellið litlu Like á færsluna.

testtest2013-03-28-112329

Síðan læt ég random.org velja einn kommentara næstkomandi fimmtudag 4.apríl.

Mér finnst þetta sjálfri svo skemmtilegt að geta boðið ykkur upp á svona dásamlega og flotta vöru.
Vonast til að þið takið sem flestar þátt í þessu og deilið á sem flesta á Facebook.

Eigið yndislega páska krúttin min!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Sláðu inn rétt svar: * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.