Kremmerhuset…

í seinustu viku þá sýndi ég ykkur mynd af eldhúsglugganum mínum eins og hann var í fyrra.  En í ár þá breytti ég aðeins til. 
Best að byrja með að sýna 2009 gluggann aðeins aftur
Í ár lét ég bara glæra seríu liggja í glugganum og aðalatriðið voru þessi tvö stóru flottu, GLITRANDI, ójá þau glitra sko, jólatré. 

Þar við hliðina er seinasta Crate and Barrel jólafíknin mín (sjá þennan póst) sem að stendur enn fyllilega fyrir sínu.

Ég keypti eina stóra hvíta pappastjörnu í Ikea núna fyrir jólin.  Hún var mjög falleg en mikið svakalega var hún stór, og svo ansi hreint bústinn að það var eins og geimskip væri lent í glugganum hjá okkur.  Því var það besta mál að ég átti pappastjörnur sem að ég keypti fyrir einhverjum jólum síðan hjá Pottery Barn, aaaaaa Pottery Barn, og þá notaði ég bara ljósasystemið úr Ikea-stjörnunni innan í litlu fínu PB stjörnuna mína.  Sem að er þó nokkuð meira fansí en stóra Ikea stjarnan.
Þessi litli diskur á tveimur hæðum flutti inn til okkar fyrr í ár, hann er keyptur í Tiger og kostaði því ekki marga peninga.  En sætur er hann.  Þessar tvær uglur fengu síðan heiðusrssess á diskinum, ásamt könglum og sveppum, svo rauðum og sætum.
Síðan eru nokkrir snjókallar á víð og dreif, enginn sætari þó en sá sem að dóttirin bjó til í leikskólanum.  Sá hefur vinninginn yfir alla hina 😉
Glittir í nokkra sveppi til viðbótar..
Hér sést kannski aðeins betur hvernig þetta kemur allt út í myrkri, það er svo lítið að marka svona ljósaseríumyndir þegar maður tekur ljósmyndina með flassi..
Svo að lokum, allur glugginn í heild sinni..

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Post navigation

1 comment for “Kremmerhuset…

  1. January 30, 2013 at 12:17 am

    Hi, this is a comment.
    To delete a comment, just log in and view the post's comments. There you will have the option to edit or delete them.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Sláðu inn rétt svar: * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.