Um mig

Vertu velkomin á Skreytum Hús og gaman að sjá þig hér 🙂

Skreytum Hús er íslenskt heimilisblogg sem að fjallar um skreytingar og breytingar, fegrun heimilis og almennt þá hluti sem að eru að gleðja mig að hverju sinni!

testtest2012-07-24-122055

 Er ekki bara kominn tími á að kynna sig almennilega!

Ég heiti Soffia Dögg Garðarsdóttir, en er oft kölluð Dossa, og ég á afmæli í júlí og er því krabbi.

Fyrir ykkur sem að spáið í stjörnumerkjum, þá held ég að ég sé meira að segja týbískur krabbi:

 

 Krabbinn er trygglyndur, tilfinninganæmur og viðkvæmur og vill vernda aðra og hlú að þeim. Krabbar eru miklir fjölskyldumenn og líður yfirleitt best heima, innan um ættingja og nána vini. Þeir eru fúsir að hlusta á vandamál annarra, gefa góð ráð og miðla af reynslu sinni, en þeir eru líka auðsærðir og spéhræddir og gleyma aldrei því sem gert er á hluta þeirra. Krabbinn býr yfir miklu innsæi og djúpum tilfinningum en honum hættir til tortryggni og drottnunargirni og öðrum finnst oft að hann sé að kæfa þá með tilfinningum. Viðskipti eiga vel við Krabbann, einkum lítil fyrirtæki og þá gjarnan fjölskyldufyrirtæki.

 

Ég er ávalt að safna í sarpinn (ef ske kynni að ég þyrfti á því að halda einn góðann veðurdag) og tilfinningatengist nánast öllum hlutum (sem er ókostur stundum).

 

Ég er fædd 1976, á seinustu öld.  Man eftir sjónvarpslausum fimmtudögum, Dallas og Húsinu á Sléttunni, átti Don Cano-galla, notaði vöflujárn í hárið á vissu tímabili, gekk í sjálflýsandi fötum og með sjálflýsandi “sól”gleraugu og þar fram eftir götum.

Ég er yngst af fjórum systkinum, á tvær eldri systur og einn bróður.  Síðan naut ég þeirrar blessunar að systir mín elsta eignaðist sína dóttur þegar ég var bara 7 ára, þannig að ég á í raun eina litla systur líka – svona næstum á ská.  Við erum því stór og hávær fjölskylda, hvert okkar systkinanna er búið að eignast tvö börn og síðan eru 5 hundar (við eigum 2) og 4 kisar.  Yfir þessu klani tróna svo foreldrar mínir elskulegir 🙂

Ég er útskrifuð úr Ferðamálaskóla Íslands, ferðaráðgjafi, en fann út að ég átti betur heima í skreytivinnu og fór því í Garðyrkjuskóla Ríkisins (eins og hann hét þá) og er útskrifaður Garðyrkjufræðingur af Blómaskreytingabraut.  Hef unnið í blómaverslunum og heildsölum síðan 1999.

 Eftir að ég eignaðist dóttur mína 2006, fór ég að skrifa í tímaritið Fyrstu Skrefin og gerði það á meðan blaðið var og hét.  Sonur minn kom síðan í heiminn 2010 og á meðan ég var í fæðingarorlofi með hann þá fæddist Skreytum Hús í september sama ár. En síðan var þá undir slóðinni www.dossag.blogspot.com 🙂

 Ég hef alltaf “þjáðst” af breyti- og skreytiáráttu, eins og var skoðað hér og hér.  Að upphugsa barnaherbergi og önnur hýbíli, og að koma hlutunum haganlega fyrir er mér eins eiginlegt og hugsast getur.

testtest27894_4747521359300_192390949_n

Ef þið viljið ná í mig þá er netfangið mitt: soffiadogg(hja)yahoo.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Sláðu inn rétt svar: * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.